mánudagur, júlí 3

free as a bird

mikið ofsalega er ég glöð að það skuli vera komin ný vika!
ótrúlegt en satt þá gekk þessi dagur bara vel fyrir sig. ég lenti ekki í árekstri, ég fékk ekki leiðinlegar fréttir og ég meiddist ekkert. bara besti dagur vikunnar!
svo segir stjörnuspáin á myspace að ég eigi von á góðum fréttum, haldiði að sé?!
ég held samt að hátindi óheppnar minnar og leiðinda hafi náðst á föstudaginn þegar ég, eins og algerum fálka, tókst að stórslasa mig þannig ég þurfti að bruna á slysló og láta sauma mig og gera við.
Jebbs, það var æðislegt.
Hverjar eru svosem líkurnar á því að maður stórslasi sig við saklausan gluggaþvott á áttundu hæð blokkaríbúðar? Hverjar eru likurnar á því að hnéið lendi bara alveg óvart á flugbeittu eggvopni sem sker þvert undir hnéskelina og næstum því tekur sinina í sundur?
Mér leið eins og ég væri Orin Ishi og the crazy 88´s hefði ráðist á mig. þetta var algert splatter, blóð pumpaðist í allar áttir.
en nú er búið að sauma fyrir og ég verð haltrandi hæna næstu 10 dagana með grófa sauma risa plástur og þröngan sokk yfir hægri fætinum, ég má nefnilega ekki beygja hægra hnéið.
ég legg það ekki á neinn mann að reyna við brasilískt vax þegar það má ekki beygja annað hnéð.
ekki fleiri orð um meiðslin að svo stöddu, ég set kannski inn bara myndir af því í vikunni þegar það er farið að gróa aðeins.
merkilegt samt með svona líkamlegan sársauka. hugurinn tæmist og það eina sem kemst að er sársaukinn og hvernig hægt er að stoppa hann. enginn önnur hugsun er til nema staðnum sem manni er illt á, enda milljónir taugaboða að fara upp til heilans með skilaboðin "ÁÁÁÁÁiiiiiii".
svo er það svo undarlegt með tilfinningalegan sársauka. þá gerir hugurinn allt annað en að tæmast. hann nefnilega fyllist af spurningum og hugsunum og pælingum.
ég var bara svona að pæla í þessu, alveg hreint merkilegt.

annars hef ég eytt tíma mínum í að pródúsants fyrir stuttmyndina Konfektkassinn sem tökur fara hefjast á og leggja viðhorfskönnun fyrir íslendinga, aldna sem unga.
ég sé fram á að fjármálin séu komin í ágætis horf fyrir sumarið og ég hygg á eina heimsókn eftir kannski tvær vikur eða svo.
ég snæddi sushi í vikunni sem leið með palestínskum nýkunningja mínum og ljósbrá, ég hjólaði niður í bæ í nýju hælunum mínum sem ég fékk á 700 kr í Spútnik, ég kynnti mér gatnakerfið í garðabæ, ég fékk slæmar fréttir, ég fékk góðar fréttir, ég lokaði einum dyrum og kannski opnaði aðrar og ég lagaði til heima hjá mér.
seinustu helgi lagði ég land undir fót með stelpunum mínum og við skelltum okkur í nágrenni kersins og heimsóttum ömmur mínar og afa þar sem við eyddum deginum að ræða heimsmálin og virðisaukaskatt, yndælis laugardagur.
kvöldið áður hafði ég endað ein á djamminu að dj-a á Óliver. ég er reyndar ekki viss um hversu velkomin ég var upp á þetta svið þarna en ofbosðlega skemmti ég mér vel við það að breyta öllum lögunum sem Jói var búinn að velja...

ég kvaddi ÖnnuK mína þar sem hún var að fara til Kanada og Öllu mína þar sem hún var að fara heim til London. Allir að fara til útlanda.
ég og unnur mín ákváðum að leggja land undir fót og sækja Ísland heim!
Það var einmitt það sem við gerðum með minn haltrandi fót þessa helgi sem er ný liðinn...
Stelpurnar skelltu sér á færeyska daga á Ólafsvík!
við fórum á héðinsmót í bekkpressu þar sem lítill rauðhærður tittur gerði sér lítið fyrir og lyfti 170 kílóum, þetta lék svo einn ljóshærður tittur eftir og ein stelpa! það voru meira að segja 4 stelpur að keppa. við reyndar gáfumst upp eftir eina umferð þar sem svitalyktin þarna inni var of yfirþyrmandi og samræðurnar í kringum okkur að drepa heilasellurnar mínar.

við flýttum okkur því út á aðalsviðið er stóð við Ólafsbraut og horfðum á eldri borgara dansa kántrí. mikið gaman að því. get ekki beðið eftir að mamma stýri einu svona á ljósanótt í keflavík.

við vorum svo ótrúlega lukkulegar að vera boðnar í grill hjá tengafjölskyldu frænda hennar Unnar svo að við skelltum okkur upp í Skipholt sem var í blá hverfinu. það hverfi var skreytt með bláum sjóvá blöðrum og bláum plastdiskum , mikið ímyndunarafl og sköpunargáfa á Snæfellsnesi, það er á hreinu.
við skelltum okkur svo á tónleika í saltfiskhúsinu. mér þótti undarlegt að dagskrán minntist ekkert á það hverjir kæmu fram, aðeins að þessir tónleikar stæðu til kl 23 eða þangað til að Jónsi í Svörtum fötum stigi á stokk, ég ætlaði að passa mig að vera horfin fyrir þann tíma.
ég og unnur röltum þarna inn frekar vongóðar og þetta var sjónin sem blasti við okkur.
ekki beint hressandi.
þarna voru pissfullir sextán ára unglingar að drekka landa og rokka við ömurlegustu öskurhljómsveit sem ég hef heyrt í, sólstafir. hvað er málið með mr. wannabe nemo í síða leðurfrakkanum með rauða síða hárið sitt a la pippi?
alveg hræðilegt.
ég var við það að missa heyrnina þegar ég og unnur mín ákváðum að sleppa þessu bara.
ég er bara ekki lengur átján ára og skríkjandi. ég gat púllað þetta í Eyjum rétt áður en ég varð átján ára og á halló akureyri þegar ég var sextán ára. ég er bara ekki á þessu stað lengur.
ég hefði allavega þurfti mikið af spíra til að komast á þennan hátíðni öskursstað sem stelpurnar og strákarnir voru á....
reyndar hafði ég gaman af öllum unglingasleikunum sem voru hægri vinstri, ohhh young hearts run free.....


þegar her er svo komið við sögu þá höfðum ég og unnsan ákveðið að keyra bara í bæinn. það var komið gott af landsbyggðini.
við kvöddum færeyska daga með tvær nýjar hrukkur og aukna þekkingu á staðarháttum unglingar.




ég var að komast að því að ég er með sjúkdóm sem er andlegur sem og líkamlegur.
sunna sálfræðingurinn minn greindi mig í vikunni.
ég fékk vægt sjokk við það að vita að ég sé haldin slíkum andlegum kvilla að ég er með brenglaða sjálfsmynd.....

ég er með.....

Tanorexia is term coined by doctors to describe the young people who put themselves at risk of getting skin cancer as a result of the frequent use of tanning salons to get the perfect skin colour.

It is based etymologically on the medical condition anorexia but with Tanorexia people with tanned skin look into the mirror and see themselves as too pale........

ég bara hafði ekki gert mér grein fyrir þessu fyrr. í mínu tilfelli er þetta alvarlegri en það sem ljósbekkir geta gefið lausn þar sem ég er sólarobsessed og það hefur áhrif á skapið mitt. ég varð deprímenteruð og pirruð ef það er sól og ég kemst ekki í sund eða sólbað... reyndar einnig ef það er stanslaus rigning og ég kemst ekki í sund né sólbað......

svo að nú getiði öll sýnt haltrandi mér tillitsemi þegar ég væli yfir sólarleysi og fölri húð; ég er bara veik!

ég bið ykkur vel að lifa.

siggadögg
-sem er dugleg að semja sögur-

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ok me needs you
hverning vaeri ad tu mundir skreppa til boston tu verdur ad vera komin fyrir 14 juli ta er eg nefnilega ad plana ad skreppa til cape verde kem til baka 18 juli
let me know

auntie

Nafnlaus sagði...

oh sigga min
eg helt ad tu vaerir ad djoka med slysid og ad hafa fengir 4 spor
so soorrrry

auntie

Sigga Dögg sagði...

neinei, slys mitt er ekta og ég haltra, helduru að þeir bömbi mig ekki upp á saga því ég er svo meidd...???
:)
get ekki beðið eftir Bawwwston baby yeah!!!

eks sagði...

MIG LANGAR Í EMAIL

takk fyrir seinast sæta ;)